Tix.is

Um viðburðinn

Armbönd á HEIMA-hátíðina verða afhent á hátíðardag (19. Apríl) í Bæjarbíói eftir kl 16:00 gegn framvísun miða.  


HEIMA er nú haldin í áttunda sinn, síðasta vetrardag, 19. apríl í Hafnarfirði, eins og allar götur síðan 2014. HEIMA-hátíðin hefur rækilega fest sig í sessi sem skemmtileg og einstök tónlistarhátíð þar sem boðið er upp á öðruvísi upplifun og meiri nánd en tónleikagestir og listamenn eiga almennt að venjast.  

Sem fyrr munu Hafnfirðingar opna heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar og í hverju húsi spila tveir mismunandi listamenn eða hljómsveitir. Fríkirkjan í Hafnarfirði verður eitt af HEIMA – húsum eins og undanfarin ár og hátíðin nýtir einnig sviðið í Bæjarbíói sem endurspeglar fjölbreytileika hátíðarinnar – allskonar hús og allskonar tónlist.

Listamennirnir eru þrettán og allir koma fram tvisvar í sitthvoru HEIMA-húsinu í miðbænum. Það eru ekki allir að spila á sama tíma þannig að þeir sem eru duglegastir að rölta milli húsa sjá flest atriði.  

Fyrstu HEIMA-tónleikarnir hefjast kl. 19.30 í Fríkirkjunni eftir örstutta setningarathöfn - og þeim síðustu lýkur um kl. 23.00.  

Guðrún Árný mun endurtaka leikinn frá í fyrra og sjá um sing-along eftirpartíið í Bæjarbíói sem hefst klukkan 23:15 og stendur í amk. klukkustund.  

HEIMA er tónlistarhátíð sem býður uppá nánd flytjenda og gesta sem og fjölbreytta tónlist fyrir allskonar fólk á öllum aldri.



Þau sem koma fram á HEIMA í ár eru:


Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú
Langi Seli og Skuggarnir
Diljá (Eurovision 2023)
Hljómsveitin Dr. Gunni
Fríd
Herbert Guðmundsson
Una Torfa
200 (Færeyjar)
Árný Margrét
Blood Harmony
Björn Thoroddsen og Unnur Birna
Guðrún Árný
Eyjólfur Kristjánsson