Íþróttafólk Hafnarfjarðar 2022 – þessi eru tilnefnd í ár

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til hafnfirskra íþróttamanna, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara og sérstakra alþjóðlegra afreka, ásamt vali á íþróttaliði, íþróttakonu og íþróttakarli Hafnarfjarðar á árinu 2022. Viðurkenningahátíðin fer fram 27. desember kl. 18

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til hafnfirskra íþróttamanna, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara og sérstakra alþjóðlegra afreka, ásamt vali á íþróttaliði, íþróttakonu og íþróttakarli Hafnarfjarðar á árinu 2022.

Viðurkenningahátíð 27. desember kl. 18

Íþrótta- og viðurkenningahátíð Hafnarfjarðar 2022 fer fram í íþróttahúsinu Strandgötu þriðjudaginn 27. desember kl. 18.

Dagskrá hátíðar:

  • Tryggvi Rafnsson stýrir hátíð
  • Val á íþróttakonu ársins 2022
  • Val á íþróttakarli ársins 2022
  • Val á íþróttaliði ársins 2022

Tilnefnd til íþróttakonu og íþróttakarls 2022

Akstursíþróttir

Jóhann Ingi Fylkisson, AÍH

Telma Rut Hafþórsdóttir, AÍH

Bogfimi

Guðbjörg Reynisdóttir, Bogf. Hrói Höttur

Borðtennis

Magnús Gauti Úlfarsson, BH

Sól Kristínardóttir Mixa, BH

Dans

Nicoló Barbizi, DÍH

Sara Rós Jakobsdóttir, DÍH

Frjálsíþróttir

Aníta Hinriksdóttir, FH

Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Fjörður

Hilmar Örn Jónsson, FH

Golf

Axel Bóasson, Keilir

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keilir

Handknattleikur

Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar

Hjólreiðar

Díana Björk Olsen, Hjólreiðafélagið Bjartur

Tómas Kári Björgvinsson Rist, Brettafélag Haf.

Þorsteinn Bárðarson, Hjólreiðafélagið Bjartur

Sund

Anton Sveinn McKee, SH

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH

Róbert Ísak Jónsson, Fjörður

Taekwondo

Leo Anthony Speight, Björk

Tilnefningar til íþróttaliðs 2022

  • Meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum, FH
  • Meistaraflokkur kvenna körfuknattleik, Haukar
  • Karlalið BH í borðtennis
  • Lið BH í badminton

Hlökkum til að fagna afrekum ársins 2022 með ykkur!

Guðrún Brá og Róbert Ísak eru íþróttafólk Hafnarfjarðar 2021

Guðrún Brá og Anton Sveinn hlutu viðurkenninguna 2020

Ábendingagátt